Fordómafullar Pöndur

BBC segir frá því að eina risa pandan sem getin hefur verið í dýragarði og hleypt þaðan í náttúruleg heimkynni hafi nýlega fundist dauð. Við krufningu á pöndunni komu í ljós alvarlegir innvortis áverkar sem dregið höfðu dýrið til dauða. Sérfræðingar segja að áverkana hafi pandan að öllum líkindum hlotið við það að hrapa niður úr tré skammt frá þar sem hún fannst.

Sérfræðingarnir segja einnig að þetta hafi líklega gerst þegar pandan var á flótta undan öðrum árásargjörnum pandadýrum sem ekki hafi getað fellt sig við dýragarðsræktaða pöndu í samfélagi sínu.

Pöndur hafa með þessu tapað sæti sínu á lista mínum yfir fimm krúttlegustu dýr í heimi. Því útlendingahatur er ekki krúttlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já varstu að skrifa þetta. Ekki ljóð ;)

Greyið pandan.

En af hverju þarf ég að vita summuna af þremur og fjórtán til að geta kommentað. Það er alltof flókið.

Bubba (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 15:28

2 identicon

Fjúff. 17 var greinilega rétt svar.

Bubba (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 15:29

3 identicon

neihey!

andri, ég var einmitt búin að sakna þess að lesa eftir þig.

gott framtak.

vel gert ;)

sigga dögg (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband